Að gefnu tilefni vill Fjallabyggð biðla til íbúa að ganga vel um á gámasvæðum sveitarfélgsins.

Nokkuð hefur verið um að brotist hafi verið inn og skemmdarverk unninn á gámaplönunum í Fjallabyggð og er það miður fyrir samfélagið.

Settar hafa verið upp keðjur og hengilásar til að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar fari inn á svæðið á lokunartíma þess og er fyrirhugað er að setja upp eftirlitsmyndavélar á svæðin til vöktunar.

Fjallabyggð og Íslenska gámafélagið biðla til íbúa og gesta að virða opnunartíma gámasvæða, ganga vel um eins og kostur er og sýna starfsfólki og vinnustað þeirra sem þar starfa virðingu.

Bæjarbúar í Fjallabyggð hafa staðið sig virkilega vel í flokkun úrgangs og eru þeir áfram hvattir til dáða á sömu braut. Það er sameiginlegur hagur bæjarfélagsins að við stöndum okkur vel í þessum málaflokki.

Opnunartíma gámasvæða, sorphirðudagatal ásamt fleiri gagnlegar upplýsingar má finna hér