Eins og Trölli.is sagði frá á dögunum er verkefnið “Barnamenning – safn sem kennsluvettvangur” samstarfsverkefni Síldarminjasafns Íslands og Grunnskóla Fjallabyggðar.

Það hófst í byrjun skólaárs og í gær var þar hópur barna sem fræddust um sjómennsku, síldveiðar, sýningarhönnun og miðlun – með Bátahúsið sem kjörið sýnidæmi.

Nemendur sinna rannsóknarverkefnum þar sem ólíkar námsgreinar verða lagðar til grundvallar samhliða safnkosti Síldarminjasafnsins. Þau leita frumlegra leiða til miðlunar, t.d. með útvarpsþætti, stuttmynd, ljósmyndasýningu, sögusýningu eða viðburði. 

Sjá frétt: SÍLDARMINJASAFNIÐ SEM KENNSLUVETTVANGUR

Myndir/Síldaminjasafn Íslands