Skíðafélag Siglufjarðar var stofnað 8. febrúar 1920 og fagnar því 100 ára afmæli laugardaginn 8. febrúar 2020. Á árum áður sköpuðu Siglfirðingar sér góðan orðstír fyrir afrek sín á skíðum. Áttu þeir marga af fremstu skíðamönnum landsins á 20. öld.
Siglufjörður hafði þá sérstöðu að í þessu litla bæjarfélagi störfuðu tvö skíðafélög um árabil. Fyrsta skíðafélagið var stofnað árið 1920 og markaði það upphaf skíðaíþróttarinnar sem keppnisgreinar.
Sumarið 1936 varð klofningur innan félagsins og stofnað var annað félag sem hlaut nafnið Skíðafélagið Siglfirðingur, síðar nefnt Skíðaborg. Árið 1952 voru félögin sameinuð í Skíðafélag Siglufjarðar – Skíðaborg.
Í tilefni af þessum glæstu tímamótum bíður Skíðafélag Siglufjarðar-Skíðaborg bæjarbúum og öðrum velunnurum að fagna með sér.
Afmælisdagskrá:
10:00-12:00: Hóll – Gönguskíðanámskeið, frítt fyrir alla.
10:00-14:00: Skarð – Skíðagleði, leikjabraut og afmælismót í svigi. Frítt fyrir 16 ára og yngri. Allir fá frítt kakó eftir mótið.
16:00-18:00: Bláa húsið – Afmæliskaffi og sýning á völdum skíðum og öðrum gripum úr vörslu Síldarminjasafnsins
Mynd: Skíðafélag Siglufjarðar-Skíðaborg
Heimild úr sögu skíðafélagsins: Siglo.is