Um helgina tók Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg (SSS) þátt í skemmtilegu og gagnlegu verkefni í samstarfi við Rarik.

Félagsmenn tóku til hendinni, hreinsuðu illgresi og fjarlægðu alls konar rusl í kringum spennistöðvar víða um bæinn, auk þess sem stóra aðveitustöðin við Norðurgötu var tekin í gegn.

Verkefnið hafði í för með sér mikla ásýndarbreytingu sem bæði Rarik og bæjarbúar njóta góðs af. Samkomulag hefur verið gert um að SSS haldi áfram þessu góða starfi næsta sumar.

Fjáröflun skíðafélagsins er fjölbreytt og með verkefnum sem þessum nýtur barna- og unglingastarf félagsins góðs af.

Myndir/SSS