Sunnudaginn 26. janúar fagnaði Skíðafélag Ólafsfjarðar því að lyftan komst aftur í lag eftir að hún varð fyrir skemmdum í ofsaveðrinu í desember.
Boðið var til fjölbreyttrar dagskrár í Tindaöxl og ljúfar veitingar milli æfinga og hollrar útiveru.
Nægur snjór er nú á svæðinu og allar líkur á besta skíðavetri í nokkur ár.
Mynd: Skíðafélag Ólafsfjarðar
Frétt: UÍF