Skíðasvæðið í Skarðsdal Siglufirði verður opnað í dag kl. 11.00, opið verður til kl. 16.00.
Til stóð að opna svæðið 1. desember, en vegna hlýinda í lok nóvember hvarf það mikill snjór, að ekki var hægt að opna svæðið þá.
Nú er aftur á móti kominn snjór í fjallið og Egill skarðsjarl ætlar að opna í dag.
Óþreyjufullir skíðagarpar ættu því að geta tekið gleði sína og skellt sér á skíði í Skarðsdal.
Hægt er að sjá vefmyndavél sem staðsett er í skálanum í Skarðsdal hér.
Á vefsíðu skíðasvæðisins í Skarðsdal má einnig finna nánari upplýsingar um opnunartíma og þar er einnig hægt að sjá upplýsingar úr veðurstöð og snjódýptarmælum.