Fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race hefst laugardaginn 12. maí kl.12.00 á Siglufirði. Keppendur byrja í Skútudal og er endamark í Skarðsdalnum við Skíðaskálann.
Í dag föstudaginn 11. maí kl. 18.00 var móttaka keppenda á Rauðku og farið yfir snjóflóðabúnað.
Þær upplýsingar fengust á facebook síðu Skarðsdals að það verður opið á morgun laugardaginn 12. maí frá kl 11:00 á skíðasvæðinu og þar til allir keppendur verða komnir í mark um kl 16-17
Aðstæður eru þannig að á neðsta svæðinu hefur tekið töluvert upp en á efri svæðum lítur svæðið nokkuð vel út. Að sjálfsögðu er mikið vorfæri.
Nú gildir að vera á breiðum fjallaskíðum og flott færi fyrir bretti, troðsla verður í lágmarki, gjald inn á svæðið er kr 2.000.- fyrir 18 ára og eldri, yngri en 17 ára eru gjaldfrjáls.
Koma svo í góða veðrið í Skarðsdalinn og eru allir velkomnir að fylgjast með keppninni.
Meðfylgjandi eru myndir frá móttöku keppenda.
Myndir: Halldór Þormar
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir