Forsvarsmenn Síldarævintýrisins á Siglufirði ætla að endurmeta stöðuna í ljósin frétta um aukningu Covid-19 smíta á landinu.
Þer sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í gær, Trölli.is mun fylgjast grannt með gangi mála og láta vita um leið og nýjar fréttir berast.
“Í ljósi nýjustu frétta af þróun Covid faraldursins eru skipuleggjendur Síldarævintýrisins að endurmeta stöðuna. Allt lítur út fyrir að eitthvað þurfi að endurhugsa dagskrána og jafnvel fella niður viðburði sem stóð til að hafa.
Á þessari stundu eru málin þó nokkuð óljós svo við bíðum átekta og fylgjumst með tíðindum frá sóttvarnaryfirvöldum næstu daga. Af þessum sökum verður líklega einhver töf á birtingu dagskrár.
Við höldum í vonina en tökum enga áhættu.”