Leikflokkur Húnaþings vestra setur upp Skógarlíf á aðventunni. Frumskógurinn vaknar til lífsins og við fylgjumst með magnaðri þroskasögu og ævintýrum Móglí, sem elst upp meðal dýra í skóginum.

Skógarlíf er glæný leikgerð eftir Gretu Clough sem unnið hefur til alþjóðlegra verðlauna bæði sem leikskáld og sviðslistamaður. Leikgerðin er byggð á the Jungle Book eftir Rudyard Kipling. En auk þess að skrifa handritið leikstýrir Greta einnig verkinu.

“Það er okkur í Leikflokk Húnaþings vestra sönn ánægja að kynna heimsfrumsýningu á þessu verki í félagsheimilinu á Hvammstanga dagana 13.-15. desember. Miðasala fer fram á heimasíðu leikflokksins www.leikflokkurinn.is”.

Áhorfendur fá að kynnast fjölbreyttum og skemmtilegum sögupersónum, tónlist og hönnun undir indverskum áhrifum í framsetningu fjölbreytts og hæfileikaríks hóps fólks úr Húnaþingi vestra. Þetta er ævintýri sem þið megið alls ekki missa af.