Búið er að fella trén þrjú sem verða síðan sett upp aftur og skreytt í þremur byggðakjörnum Dalvíkurbyggðar.
Trén koma frá íbúum á Klængshóli, Bjarkarbraut 3 og Staðarhóli og eiga þeir miklar þakkir skilið fyrir.

Starfsmenn Dalverks ehf., þeir Jón og Sigurgeir, aðstoðuðu Kristján Guðmundsson, starfsmann eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar, með kranabílum við niðurfellinguna á tveimur stöðum, bæði vegna stærðar trjánna og aðgengis.

Aðgerðirnar gengu hratt og vel fyrir sig og íbúar Dalvíkurbyggðar fá í staðinn falleg skreytt jólatré sem verður hægt að njóta á aðventunni.

Sjá fleiri myndir: Hér

 

Myndir: Dalvíkurbyggð