Slagarasveitin var að gefa út nýtt lag sem heitir “Það ert þú”.
Lagið verður flutt á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá kl. 13 – 15 á sunnudögum.
Sveitin hefur verið í hljóðveri að undanförnu og von er á fleiri lögum frá sveitinni með vorinu.
Lagið “Það ert þú ” er eftir Ragnar Karl Ingason og Skúla Þórðarson og höfundur texta er Skúli Þórðarson.
Slagarasveitin:
Söngur : Valdimar Gunnlaugsson
Bassi & raddir : Geir Karlsson
Kassagítar & raddir : Ragnar Karl Ingason
Trommur & raddir : Skúli Þórðarson
Raddir : Stefán Ólafsson
Gestaspilarar:
Rafgítar : Brynhildur Oddsdóttir
Trompet : Ari Bragi Kárason
Hljómborð : Halldór Ágúst Björnsson
Upptökustjórn, forritun og hljóðblöndun : Halldór Ágúst Björnsson
Útsetning : Halldór Ágúst Björnsson, Ragnar Karl Ingason og Slagarasveitin
Upptökur fóru fram í Stúdíó Neptúnus og Stúdíó Paradís