Í gærkvöldi æfði Slökkvilið Fjallabyggðar reykköfun í æfingarhúsnæði á Siglufjarðarflugvelli. Húsið var reykfyllt með köldum reyk og fóru reykkafarar í gegnum leit og björgun úr húsnæðinu.
Reykköfun er mikilvægur þáttur í starfi slökkviliða og er lögð áhersla á reglulegar æfingar til að viðhalda færni og öryggi. Samkvæmt kröfum þurfa reykkafarar að æfa að minnsta kosti þrjár klukkustundir á ári undir þrýstilofti, með reykköfunarkút á bakinu og öndunarmaska á andlitinu.
Æfingin í gær var liður í því að viðhalda öryggi og tryggja að slökkviliðið sé ávallt tilbúið til að bregðast við þegar raunveruleg hætta skapast.




Myndir/Slökkvilið Fjallabyggðar