Á vef Veðurstofu Íslands segir að svöl norðanátt með vætu verði á norðanverðu landinu í dag. Bætir í vind og úrkomu á þeim slóðum í dag og kólnar heldur og má þá búast við talsverðri eða jafn vel mikilli rigningu, en slyddu eða snjókomu til fjalla með tilheyrandi vosbúð. Úr­kom­unni getur fylgt auk­in hætta á skriðum og grjót­hruni, auk vatna­vaxta.

Fer að draga úr úr vindi og úrkomu á morgun, fyrst austan til og úrkomulítið á þriðjudag. Þeir sem hyggja á ferðalög á norðanverðu hálendinu og á fjöllum nyrðra ættu því að fylgjast vel með veðurspám og búa sig eftir aðstæðum.


Skjáskot: Veðurstofa Íslands