Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra rétt í þessu, kemur fram að fimm einstaklingar séu nú í einangrun á Norðurlandi vestra.
Fjórir þeirra eru staðsettir á Hvammstanga og einn í póstnúmerinu 531. Hefur þeim í einangrun þá fækkað um tvo frá 13. apríl þegar sjö manns voru í einangrun.
Alls sæta 11 einstaklingar sóttkví á svæðinu og hefur því fækkað í þeim hópi um 8 manns frá 13. apríl, 459 hafa lokið sóttkví og 30 náð bata á Norðurlandi vestra.
