Nú rétt fyrir klukkan 01 eftir miðnætti fannst snarpur jarðskjálfti á Siglufirði.
Skv. vedur.is var skjálftinn 4,6 á Richter, 20,6 km NNV af Siglufirði.
Hús fréttaritara, sem er um 250 ferm. steinhús, hristist það mikið að myndir duttu af veggjum.
Heimildir Trölla herma að skjálftinn hafi fundist vel á Ólafsfirði, Akureyri, í Skagafirði og eflaust víðar á Norðurlandi.