Vinnumálastofnun hefur sent út atvinnuleysistölur fyrir desember 2018. Í lok desember voru 16 manns án atvinnu í Húnaþingi vestra og hefur atvinnuleysi aukist um 2 á milli mánaða.

Skráð atvinnuleysi á landinu í desember var 2,7% og jókst um 0,2 prósentustig frá nóvembermánuði. Að meðaltali fjölgaði um 930 á atvinnuleysisskrá í desember 2018 frá desember 2017, en þá mældist skráð atvinnuleysi 2,2%.