Trúbadorinn Matthew Runciman gladdi geð nemenda og starfsmanna í MTR. Hann dvelur í Listhúsinu í Ólafsfirði og er að undirbúa miðsvetrarhátíðina Skammdegi.

Þar verða meðal annars sýningar og uppákomur þar sem tónlist tengist ýmsum öðrum listformum. Matthew flutti í hádeginu bæði eigin lög og annarra, stíllinn er gjarnan kenndur við ameríska sveit.

Honum fannst skólinn menningarlegur og sagðist gjarnan vilja að fleiri slíkir skólar væru heima í Ameríku. Matthew er kanadískur ríkisborgari en býr í Bandaríkjunum.