Áríðandi tilkynning var að berast frá lögreglunni á Spáni, (Policia National) varðandi glæpagengi sem herjar á ferða- og heimamenn.

Ríkislögreglan varar við hópi þjófa, sem starfar um allan Spán.

Aðferð þeirra er að stöðva fólk úti á götu með því að segjast vera “fulltrúi félagasamtaka” sem kallast MANOS LIMPIAS (Clean Hands/ hreinar hendur).

Glæpamennirnir setja „sótthreinsandi hlaup“ í lófann á fólki og bjóða viðkomandi að lykta, efnið inniheldur lyf sem getur svæft fólk klukkustundum saman og þegar það vaknar hefurðu það verið rænt.

Ráðlagt er að forðast fólk sem nálgast þig á götu, eða hvar sem er, með þessum hætti og/eða með spurningalista eða álíka. Einnig ber að forðast ókunnuga aðila sem bjóða upp á drykki á börum.