Slökkvilið Fjallabyggðar fékk í dag [þriðjudag] tilkynningu um að eldur væri laus í atvinnuhúsnæði við Norðurgötu á Siglufirði. Slökkvilið hélt þegar á vettvang og kom snarræði starfsmanna fyrirtækisins og slökkviliðs í veg fyrir stórtjón.
Slökkvistarf tók um rúma klukkustund en öryggisvakt var sett á húsið nokkru lengur til þess að tryggja öryggi.
Rannsókn brunans er á forræði Lögreglunnar á Norðurlandi eystra, þar sem reynt er að varpa ljósi á eldsupptök.
Meðfylgjandi mynd er tekin þegar vinnu slökkviliðs var nær lokið á vettvangi.
Mynd af facebook síðu slökkviliðsins