Snjóflóð féll á veginn við Laufás í Eyjafirði nú fyrir hádegið og er vegurinn lokaður.

Hætta getur verið á fleiri flóðum á Grenivíkurvegi og eru íbúar beðnir að vera ekki á ferðinni.

Ekki verður átt við mokstur fyrr en veðri slotar og talið er öruggt.

Skjáskot: Vegagerðin

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.