Lögreglan á Norðurlandi vestra vill vekja athygli á því að nú hefur veginum um Óhafsfjarðarmúla, á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, verið lokað vegna snjóflóðs sem féll þar yfir veginn.
Voru það starfsmenn frá Vegagerðinni sem komu að því nú um kvöldmatarleitið.
Vegurinn verður lokaður a.m.k. þar í birtingu á morgun, þriðjudag, en þá verða aðstæður metnar og ákvörðun tekin um framhaldið.
Ófært er á Þverárfjalli og þæfingsfærð á Siglufjarðarvegi, þar er jafnframt í gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu.
Hálka eða snjóþekja annars á svæðinu og éljagangur eða skafrenningur allvíða.