Í dag þann 21. ágúst rættist langþráður draumur Skíðafélags Ólafsfjarðar.

SÓ

.

 

Skíðafélagið hefur fest kaup á “nýjum” snjótroðara, Pisten Bully Edge 200 og kom hann til Ólafsfjarðar nú í morgun. Troðarinn kom frá Þýskalandi og var tekinn úr gámnum af sjálfboðaliðum Skíðafélags Ólafsfjarðar.

Eftir er nokkur vinna við að setja tækið saman en auk troðarans keypti félagið einnig nýja spora fyrir skíðagöngu. Það er von SO að troðarinn eigi eftir að reynast þeim vel á næstu árum.

 

SÓ

.

 

Félagið leitar eftir frjálsum framlögum til að styðja við kaupin á troðaranum.

Áhugasamir geta lagt inn á reikning félagsins, 347-03-400377 –  kt. 591001-2720. Margt smátt gerir eitt stórt.

 

.

 

Frétt: Skíðafélag Ólafsfjarðar/Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Skíðafélag Ólafsfjarðar