Í sumar fékk Knattspyrnufélag Fjallabyggðar nýja rútu, Wolkswagen Caravelle 9 manna, árgerð 2015 sem leysti af hólmi eldri gerð af rútu í eigu félagsins.

Það voru þeir Bjarni Árnason, Gunnlaugur Vigfússon og Þorgeir Bjarnason sem höfðu veg og vanda af rútukaupunum.

Þeir fjármögnuðu hana með óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi fyrir félagið í dósamóttökunni á Siglufirð til fjölda ára. Gunnlaugur er búin að standa vaktina þar yfir 20 ár, Þorgeir tæp 20 ár og Bjarni yfir 10 ár.

Fyrir þremur árum var byrjað að safna fyrir rútunni og kostaði hún 3,5 milljónir. Þeir ætla að halda ótrauðir áfram að starfa fyrir KF.

Dósamóttakan er opin alla mánudaga frá kl. 15:45 – 17:45 og er hún staðsett á gámasvæðinu.

 

Mynd: KF