Áætlað er að söfnun á rúlluplasti fari fram vikuna 25. – 29. mars nk. Þeir bændur sem óska eftir því að nýta sér þjónustuna vinsamlega tilkynni það til skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400, eða á netfangið: skrifstofa@hunathing.is,  fyrir 22. mars nk.

Söfnunin kemur til með að hefjast í Hrútafirði  og fikrast til austurs fram eftir vikunni eins og áður.

Sorpbíllinn verður notaður við söfnunina, ekki kranabíllinn eins og verið hefur, gott væri ef bændur myndu létta undir með vélum við að setja plastið í bílinn.

Frekari upplýsingar gefa starfsmenn Gámaþjónustunnar í síma: 452 2958