Sólarblót ásatrúarmanna verður haldið í Ólafsfirði laugardaginn 26. janúar. Blótað verður við Menntaskólann á Tröllaskaga kl. 16:00 – 16:30.

Þá verður fagnað við lengri sólargangi og því að bæjarbúar sjá aftur sólina sem hefur ekki náð yfir fjöllin um nokkurra vikna skeið. Blótið er helgað Frey og Syn.

Svínfellingagoðinn Sigurður Mar bíður alla hjartanlega velkomna.

 

 

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.