Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra vilja vekja athygli á dagskrá sölubíls Vörusmiðju BioPol næstu vikur. Gæðavörur beint frá framleiðendum á Norðurlandi vestra.

Verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra en í henni er m.a. lögð áhersla á fullvinnslu afurða í landshlutanum, minna kolefnisfótspor, betri tengingu frumframleiðenda og neytenda svo fátt eitt sé talið.

Sóknaráætlun Norðurlands vestra er að finna hér: http://bit.ly/soknaraetlun

Í október 2019 var Trölli.is með frétt um fyrirtækið og birti podkast með áhugaverðu viðtali við Þórhildi M. Jónsdóttur matreiðslumeistarana sem aðstoðar viðskiptavini BioPol við vöruþróun og framleiðslu.

Sjá frétt: PODCAST VIKUNNAR – ÞÓRHILDUR M. JÓNSDÓTTIR


Mynd/SSNV