Á 263. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar var lagt fram erindi Jakobs Arnar Kárasonar fyrir hönd Aðalbakarans ehf. þar sem hann óskar eftir leyfi fyrir tímabundnum breytingum á Aðalgötu 26 á Siglufirði.
Breytingarnar felast í að sett verði upp afgreiðslulúga á austurhlið hússins. Meðfylgjandi hér að neðan eru teikningar af fyrirhuguðum breytingum.
Nefndin samþykkir erindið og gefur leyfi til eins árs fyrir afgreiðslulúgu fyrir gangandi vegfarendur.