Fjallabyggð hefur birt tilboð sem bárust vegna endurgerðar 2.-3. áfanga á grunnskólalóðinni í Ólafsfirði. Tvö tilboð bárust í verkið. Kostnaðaráætlun var 59.798.597 kr. og var lægstbjóðandi Sölvi Sölvason með tilboð uppá 61.404.775 kr.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Smári ehf. 69.862.379
Sölvi Sölvason 61.404.775
Kostnaðaráætlun 59.798.597
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði Sölva Sölvasonar.

Grunnskóli Fjallabyggðar, Ólafsfirði