Á 684. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 14.04.2020, þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkið „Endurgerð leikskólalóðar“ í Ólafsfirði þriðjudaginn 14. apríl sl..

Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason 43.984.200
Smári ehf. 47.744.467
Kostnaðaráætlun var 38.965.803

Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Sölva Sölvasonar.