Í kvöld, Þorláksmessu, verður þátturinn Tíu Dropar á FM Trölla. Þetta er sérstakur Þorláksmessuþáttur í beinni útsendingu frá Syðri-Glaumbæ á Gran Canaria þar sem þáttarstjórnendur ætla að eyða jólunum í fyrsta skipti.

Við verðum með beina útsendingu frá SR-Byggingavörum á Siglufirði, þar sem dregið verður í jólaleik SR-Bygg eins og undanfarin ár.

Jólaleikurinn hófst 1. desember síðastliðinn og lýkur honum í kvöld kl. 21.

Stjórnendur þáttarins eru venju samkvæmt “Tröllahjónin” Kristín Magnea Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason. Þeim til fulltingis verður Þorsteinn Sveinsson sem stjórnar hljóðveri í SR-Bygg og sendir út þaðan.

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is