Íbúar á Hvammstanga og Laugarbakka eru vinsamlegast beðnir um að moka snjó frá  sorp- og endurvinnslutunnum við heimili sín svo sorphirða geti farið fram. Komist starfsmenn ekki að tunnunum eða aðgengi er illfært verður ekki losað.

Samkv. sorphirðudagatali fer sorphirðan fram á Hvammstanga og Laugarbakka á Þorláksmessu.

Mynd: Mikael Sigurðsson