Sorptunna.is er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að þrífa sorptunnur, kör og plastgáma.

Panta sorptunnuþrif: HÉR

“Við erum útbúnir með 1000L tank með hreinu vatni, sápudælu og háþrýstidælu ásamt rafstöð til að keyra þetta allt. Kerran okkar er útbúin 800L affalstanki með sigti til að taka það rusl sem fast er í tunnunum svo að eingöngu fer grútarvatn í affallstankinn.” segir Valur Smári Þórðarson annar eigenda fyrirtækisins.

Hægt er að panta þrif á Dalvík, Siglufirði og Ólafsfirði. 

“Við þurfum samt að hafa að lámarki 10 tunnur að þrífa á hverjum stað til að við komum og þar sem tunnurnar eru ekki tæmdar á sama degi á Ólafsfirði og Siglufirði þá komum við bara sitthvorn daginn einnig” segir Valur.

Myndir/aðsendar