Þó að spán­arsnigl­um hafi ekki fjölgað sem neinu nem­ur í sum­ar þá hafa þeir dafnað vel og fitnað eins og púk­inn á fjós­bit­an­um í vætutíð sum­ars­ins,“ skrifaði Erl­ing Ólafs­son, skor­dýra­fr

æðing­ur á Face­book-síðu sína, Heim­ur smá­dýr­anna, í vik­unni.

Erl­ing seg­ir að al­deil­is hafi viðrað vel á snigla sunn­an­lands í sum­ar og því hafi verið bú­ist við að spán­arsnigl­ar létu á sér kræla sem aldrei fyrr. „Ekki hef­ur sú þó orðið raun­in,“ skrif­ar Erl­ing.

„Senni­lega hafa flest­ir fund­ist í Hvera­gerði. Þaðan barst mynd af ein­um sem var senni­lega sá al­stærsti sem fund­ist hef­ur hér á landi. Nokkr­ir hafa fund­ist á Akra­nesi. Einn var send­ur mér frá Sigluf­irði.

Eitt­hvað hef­ur spán­arsnigla orðið vart í Reykja­vík en fáar staðfest­ing­ar borist mér. Seint í júlí fékk ég þó í hend­ur einn sem fannst í Selja­hverfi í Reykja­vík og var hann einn sá stærsti sem ég hef hand­leikið.“

 

Á pöddu­vef Nátt­úru­fræðistofn­un­ar seg­ir að spán­arsnigl­ar verði með stærstu snigl­um, allt að 15 senti­metra lang­ir, og séu mik­il át­vögl sem éti um hálfa þyngd sína á dag. Á mat­seðlin­um sé nán­ast allt líf­rænt sem á vegi snigils­ins verði.

Vand­ræðagrip­ur

„Spán­arsnig­ill á að lík­ind­um eft­ir að reyn­ast eitt mesta mein­dýr sem við höf­um borið með okk­ur til lands­ins. Í Fær­eyj­um er hann þegar orðinn vand­ræðagrip­ur. Það sem ger­ir hann að slík­um vá­gesti er frjó­semi hans, stærð og græðgi,“ seg­ir á pöddu­vefn­um.

Þar seg­ir enn­frem­ur að mik­il­vægt sé að sporna gegn land­námi spán­arsnigils eins og frek­ast er unnt og skuli því tor­tíma þeim snigl­um sem ekki gef­ist kost­ur á að skila til Nátt­úru­fræðistofn­un­ar.

 

Frétt: Heimur smádýranna