Fengum nýlega þessa fyrirspurn frá lesanda og sendum eftirfarandi fyrirspurn til Fjallabyggðar:
Spurning:
Í kjölfar fréttar um daginn á Trölla um 2% íbúafækkun í Fjallabyggð á síðustu þremur árum þrátt fyrir fjölgun annars staðar á Norðvesturlandi langar mig að spyrja bæjarstjórn Fjallabyggðar eftirfarandi spurningar:
Hvað hafa margar flugvélar lent á Siglufjarðarflugvelli frá því hann var opnaður að nýju sumarið 2018 og hvað hefur komið í bæjarkassann síðan af lendingargjöldum? Og aðra spurningu er ég með: Hver var heildarkostnaður við þá framkvæmd að opna völlinn að nýju?
Bæjarráð fól bæjarstjóra að svara fyrirspurninni. Svarið er hér meðfylgjandi.

Sjá einnig frétt frá 20. okt þar sem kostnaðurinn kemur fram.
Trölli.is þakkar fyrir svarið.
ÞAÐ MÁ SENDA OKKUR NAFNLAUSA SPURNINGU OG VIÐ LEITUM SVARS:
TILVALIÐ AÐ SENDA OKKUR SPURNINGU, T.D. VARÐANDI SAMFÉLAGSMÁL OG ÞESS HÁTTAR.
VIÐ ÁSKILJUM OKKUR ALLAN RÉTT TIL AÐ ÁKVEÐA HVORT SPURNINGIN EÐA SVARIÐ VERÐA BIRT.