Verkstæðið verður áfram starfrækt með það að markmiði að snúa stöðunni við

Þrátt fyrir að öllum starfsmönnum SR-Vélaverkstæðis hf. hafi verið sagt upp störfum 28. ágúst, verður verkstæðið áfram starfrækt með það að markmiði að snúa stöðunni við segir í yfirlýsingu SR-Vélaverkstæðis.

Hluti starfsfólks leiðir þá vinnu

Á næstu mánuðum verður lögð áhersla á að tryggja áframhaldandi þjónustu við viðskiptavini, ljúka verkefnum sem þegar eru í vinnslu og afla nýrra. Hluti starfsfólks leiðir þá vinnu, en það eru Ástrós Ósk Jóhannesdóttir, Hilmar Þór Elefsen og Heimir Birgisson.

Viðskiptavinir sem óska eftir þjónustu eða tilboðum eru hvattir til að hafa samband

SR-Vélaverkstæði hefur starfað óslitið frá árinu 1935 og haft mikilvægt hlutverk í atvinnulífi Fjallabyggðar og þjónustu við sjávarútveginn. Markmiðið er að snúa vörn í sókn og tryggja að fyrirtækið geti starfað áfram til framtíðar.

Viðskiptavinir sem óska eftir þjónustu eða tilboðum eru hvattir til að hafa samband. Rekstur SR-Byggingavara heldur áfram með óbreyttu sniði.