Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra.
“Hér er nýjasta taflan eða staðan eins og hún er núna 29.desember.
Höldum vöku okkar áfram, sinnum okkar persónulegu sóttvörnum og stefnum að því að halda lágstemmda hátíð sem framundan er. Aðgerðastjórn vill sérstaklega minna á handþvott, sprittun, fjöldatakmarkanir og nálgunarregluna. Forðumst hópamyndun !
Aðgerðastjórn vill einnig brýna fyrir fólki með einkenni að halda sig heima, hafa samband við heilsugæslu, og halda sig til hlés þar til fullvíst sé að ekki sé um kórónuveirusmit að ræða. Sama á við hafi verið um samskipti við fólk með einkenni að ræða.
„Algengustu einkennin eru hálssærindi, vöðvaverkir, hiti, hósti, andleysi og slappleiki. Sjaldgæfari einkenni eru uppköst, niðurgangur og skyndilegt bragð- og lyktarleysi.”
Aðgerðastjórn vill minna á fyrri tilmæli til íbúa að halda ferðalögum á milli landshluta í lágmarki og forðast ferðalög til höfuðborgarsvæðisins sem og til annarra svæða sem talin eru útsett fyrir smitum eins og kostur er. Mælst er til að öllum ferðum sem hægt sé að fresta, sé frestað á meðan núverandi ástand varir.”