Starbucks sítrónukaka
- 1 ½ bolli hveiti
- ½ tsk lyftiduft
- ½ tsk matarsódi
- ½ tsk salt
- 3 egg
- 1 bolli sykur
- 2 msk mjúkt smjör
- 1 tsk vanilludropar
- 2 tsk sítrónudropar
- 1/3 bolli sítrónusafi
- ½ bolli bragðdauf olía (ekki ólívuolía)
- hýði af 1 sítrónu
Glassúr
- 1 bolli flórsykur
- 2 msk nýmjólk
- ½ tsk sítrónudropar
Kakan:
Hitið ofninn í 175° og smyrjið formkökuform vel.
Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti saman í skál.
Hrærið saman í annari skál eggjum, sykri, smjöri, vanilludropum, sítrónudropum og sítrónusafa þar til hefur blandast vel. Hrærið blöndunni saman við þurrefnin og hrærið þar til deigið verður mjúkt. Bætið olíu og sítrónuhýði saman við og blandið vel. Setjið deigið í smurt formkökuform og bakið í 45 mínútur eða þar til prjóni sem er stungið í kökuna kemur hreinn upp.
Glassúr:
Hrærið öllu saman og hellið yfir kökuna.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit