Siglfirðingurinn Ragnar Ragnarson lætur sig ekki muna um að skreppa í fjallgöngu á hvaða fjallstind sem er, hvort það er sumar eða vetur.

Í vikunni fór hann í fjallgöngur og tók hann þessar skemmtilegu myndir. Hann tekur gjarnan góðar myndir af ferðum sínum og geta þeir sem halda sig oftast á jafnsléttu notið fjallaútsýnisins í gegnum linsuna hans.

Hér koma nokkrar myndir sem hann gaf Trölla.is góðfúslegt leyfi til að birta.