Mikið mæðir á heilbrigðisstarfsfólki um þessar mundir.
Landsmenn eru þeim afar þakklátir fyrir þá þrotlausu vinnu sem þeir inna af hendi og hugsa til þeirra með hlýhug og þakklæti.
Primex Iceland á Siglufirði sýndi þakklæti í verki og færði starfsfólki HSN í Fjallabyggð gjafapoka sem innihélt Chito Care handáburð og græðandi sprey fyrir sárar hendur.


Myndir: Guðrún Helga Kjartansdóttir