Umhverfisdagar Skagafjarðar 2019 hófust miðvikudaginn 15. maí. Í ár eru 30 ár frá því að umhverfisdagar voru fyrst haldnir í firðinum. Íbúar eru hvattir til að hlúa að umhverfinu og er takmarkið að fá snyrtilegra og fegurra umhverfi. Mikilvægt er að íbúar, fyrirtæki og félagasamtök taki höndum saman, tíni rusl og snyrti til í og við lóðir sínar og á nærliggjandi opnum svæðum.

Skorað var á HSN Sauðárkróki að taka þátt og stofnunin skorast að sjálfsögðu ekki undan því. Starfsmenn voru hvattir til þess að sameinast í hreinsunarátaki (plokki á rusli).

Starfsmenn voru hvattir til þess að taka myndir af sér og félögum sínum og deila á Facebook eða Instagram undir myllumerkinu #umhverfisdagar19.

HSN Sauðárkróki skoraði á fyrirtækin Nýprent og Vörumiðlun að taka þátt í Umhverfisdögum Skagafjarðar 2019.