Stebbi og Eyfi verða á Kaffi Rauðku laugardaginn fyrir páska.

Stebbi og Eyfi hafa fyrir löngu síðan skipað sér í framvarðasveit dægurlagahöfunda og -söngvara og spannar samastarf þeirra vel yfir 30 ár.

Á tónleikunum laugardaginn 20. apríl á Kaffi Rauðku munu þeir fara yfir ferilinn í tali og tónum og flytja margar perlur íslenskrar dægurlagasögu. Þeim til fulltingis að venju verður hinn frábæri píanóleikari Þórir Úlfarsson.

Í tilefni páskanna munu þeir félagar gefa fjölmörgum heppnum tónleikagestum vegleg páskaegg frá Góu.

Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og er forsala aðgöngumiða á Sigló Hóteli Siglufirði s. 461-7730 og er miðaverð kr. 3.900

Forsalan er hafin á Sigló Hótel

 

Slóð á FB viðburðinn