Steiktur fiskur

  • íslenskt smjör (ekki spara það!)
  • ýsa eða þorskur í raspi
  • 1-2 laukar

Hitið ofninn í 200°. Skerið laukinn í þunna báta. Setjið smjör í bitum og lauk í botninn á eldföstu móti, raðið fiskinum yfir og setjið smjörklípur yfir fiskinn. Inn í ofn í 20 mínútur og málið er dautt! (Sólrún setur á grillstillinguna síðustu mínúturnar en ég hef sleppt því).

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit