Í dag á milli kl. 16:00 – 18:00 verður boðið upp á plöntuskipti hjá Fridu Súkkulaðikaffihúsi

Pottaplöntur hafa orðið æ vinsælli að undanförnu og nú er tíminn til að umpotta og jafnvel skipta upp plássmiklum plöntum. Hugmyndin er að opna fyrir möguleikann á því að koma með alla afleggjarana sem hafa orðið til við það að umpotta, skipta á þeim við einhvern sem langar og fara kannski heim með alveg nýja plöntu sem þú átt ekki heima.

Örugglega skemmtilegt og jafnvel fróðlegt.

Boðið er upp á frítt uppáhellt kaffi í tilefni dagsins.

Sjá viðburð á facebook.

 

Mynd: pixabay