Norðurljósin hafa fremur litla virkni þessa dagana eins og kemur fram í norðurljósaspá Veðurstofunnar, einnig er veðurspá næstu daga ekki hliðholl þeim sem vilja njóta norðurljósanna.

Reiknað var með mörgum Kórónugeilum í vetur en þær senda frá sér aukinn efnivið fyrir ljósasýningarnar. Einnig er rétt að geta þess að “STEVE” nýjasti meðlimur Norðurljósafjölskyldunnar með sinn fjólubláa blæ sést oftast best í sitthvorum enda tímabilsins. Það hefur gengið eftir eins og sjá má á myndum Guðnýjar Ágústsdóttur sem teknar voru í Ólafsfirði þann 28. desember síðastliðinn.

Á Vísindavefnum kemur fram að norður og suðurljós eru svokallaður sólvindur sem er straumur hlaðinna agna frá sólinni. Þegar þessar agnir nálgast jörðina fara margar þeirra að hringsóla í segulsviði jarðarinnar og ferðast jafnframt milli segulskautanna tveggja. Þegar þær rekast á lofthjúpinn í grennd við segulskautin verða norðurljósin og suðurljósin til.

 

.

 

.

 

.

 

.

Myndir: Guðný Ágústsdóttir