Á 57. fundi Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar sem haldinn var 2. október fór Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður Bóka- og Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar yfir tölulegar upplýsingar varðandi Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar sem eru reknar á bókasöfnum sveitarfélagsins.
Þar kom fram að ferðamenn sem koma á upplýsingamiðstöðvarnar eru mun færri í ár en síðustu tvö ár. Samtals hafa 2.288 ferðamenn komið á upplýsingamiðstöðina á Siglufirði í janúar – ágúst en á sama tíma komu 3.452 ferðamenn árið 2018 og 3.351 ferðamaður árið 2017.
Í upplýsingamiðstöðina í Ólafsfirði komu 136 ferðamenn á fyrstu 8 mánuðum ársins 2019, 284 ferðamenn komu á sama tíma árið 2018 og 363 ferðamenn fyrstu átta mánuði ársins 2017.