Nú verða enn ein straumhvörfin í veðri þennan veturinn segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hitaskil fara norður yfir land í nótt og fyrramálið. Á undan þeim A-strormur í nótt og hviðuveður undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Í hámarki þegar umferð er hvað minnst.

Aðfararnótt fimmtudags beinir síðan ný læg sem fer hér djúpt vestur af, enn frekar mildara lofti yfir landið og sjá má á “hitakorti” loftamassa frá ECMWF sem gildir kl. 12 á fimmtudag. Þessi stroka er mjög mild og fer kjarni hennar yfir austanvert landið. Þó nokkuð rignir suðaustanlands, en merkilega lítið annars staðar og dregur úr mætti snjóleysingar. Vissulega verður þetta nú samt máttugur hlákubloti og tekur mikið til upp nýrri snjó og eitthvað af gamla klakanum.

Þessi sama spá spáruna er síðan að “hlaða upp í mikinn bálköst” í formi djúprar lægðar á laugardag. Athyglisvert, en óvissa er enn talsverð.

Sjá nánar um veðrið: Blika.is