Setning Norrænu Strandmenningarhátíðarinnar fór fram kl. 17.00 miðvikudaginn 4. júlí við höfnina á Siglufirði.
Þar héldu Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar, Hakon Juholt sendiherra Svía á Íslandi, Asgeir K. Svendsen frá Noregi og Sigurbjörg Árnadóttir formaður Vitafélagsins-íslensk strandmenning og Nordisk kustkultur ræður, kynnir var Kristín Davíðsdóttir. Hljómsveitin Flottasta áhöfnin í flotanum flutti norræna tónlist og fjöldi manns steig dansspor á bryggjunni. Að lokum buðu siglfirskar síldardömur upp á hringdans undir fjörugum harmonikkuleik Hauks Orra Kristjánssonar.

Siglfirskar síldardömur buðu upp í hringdans á bryggjunni

Fólk á öllum aldri skemmti sér vel

Hljómsveitin Flottasta áhöfnin í flotanum flutti norræna tónlist

Gunnar I. Birgisson hélt ræðu

Kristín Davíðsdóttir kynnir
Texti og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir