Heilbrigðisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til gæða- og nýsköpunarverkefna í heilbrigðisþjónustu.

Veittir verða styrkir til afmarkaðra verkefna og tæknilausna sem stuðlað geta að umbótum, nýbreytni eða auknum gæðum. Ekki eru veittir ferðastyrkir.

Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á heilsueflingu og nýtingu nýrra lausna til að auka gæði þjónustu og hagkvæmni. Verkefnin þurfa að hafa skýran ávinning fyrir heilbrigðisþjónustuna og þann hóp sem þjónustan beinist að.

Styrkirnir eru veittir til stofnana á sviði heilbrigðismála, einstaklinga og fyrirtækja.

Fyrirtæki eða einstaklingar sem sækja um styrki þurfa að gera það á grundvelli samstarfs við heilbrigðisstofnanir. 

Vakin er athygli á að einungis er unnt að sækja um á rafrænu formi.

Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2022