Súkkulaði- og bananakökulengjur

  • 150 g smjör við stofuhita
  • 3,75 dl hveiti
  • 1,5 dl sykur
  • 3 msk kakó
  • 3 msk sýróp
  • 1,5 tsk vanillusykur
  • 1,5 tsk lyftiduft
  • 15 stk. Dumle bananakaramellur

Hitið ofninn í 175° og klæðið bökunarplötu með bökunarpappír.

Hnoðið öllum hráefnunum (fyrir utan karamellurnar) saman í deig. Skiptið deiginu í þrennt og rúllið út í lengjur. Leggið lengjurnar á bökunarpappírinn.

Skerið dumlekaramellurnar í tvennt (á lengdina) og þrýstið þeim í lengjurnar (sjá mynd). Bakið í miðjum ofni í 8-10 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna aðeins áður en lengjurnar eru skornar niður.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit