Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í Salthúsinu í Grindavík í dag, þriðjudaginn 10. ágúst kl. 10.

Ríkisstjórnin mun einnig eiga þar fund með fulltrúum sveitarfélaga innan sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Þá verður vinnufundur ríkisstjórnarinnar haldinn í Duus Safnahúsinu í Reykjanesbæ eftir hádegi.

Blaðamannafundur verður þar kl. 16 þar sem farið verður yfir framgang verkefna í stjórnarsáttmála og aðgerðir til að styðja við skapandi greinar kynntar. Að blaðamannafundinum loknum eða um kl. 16.30 veita ráðherrar fjölmiðlum viðtöl.